Sunday, February 16, 2014

Sexí sunnudagar

Þá er komið að næsta fasta liði á blogginu mínu. Að þessu sinni er sexí gaur dagsins enginn annar en Jensen Ackles. Suprise suprise. Kemur sennilega engum á óvart. Ef ég væri ekki frátekin kona þá værum við klárlega saman. No doubt about it.

Þið sem ekki vitið um hvern ég er að tala ættuð nú bara að skammast ykkar. Jensen Ackles leikur eitt af aðalhlutverkunum í uppáhalds sjónvarpsþáttunum mínum, Supernatural. Hann leikur Dean Winchester, frekar flottan gaur sem eltist við yfirnáttúrulegar verur til að bjarga mannkyninu, ásamt litla bróður sínum Sam Winchester. Hann er náttúrlega algjör hetja. Áður en hann varð frægur fyrir leik sinn í Supernatural vann hann fyrir sér sem fyrirsæta og lék svo hlutverk í Days of our lives og Smallville.

En myndir segja meira en þúsund orð:

Smizing...
og meira smizing....
Er það ekki pínu ósanngjarnt fyrir alla hina að það sé til svona eintak? 
krúttað....
Mr. Handsome
Blue steel....
  Svo verðiði eiginlega að horfa á þessi tvö myndbönd líka, hann er svo mikið æði :) Svo get ég náttúrulega aldrei sagt það nógu oft, ef þú hefur ekki horft á Supernatural. farðu þá í það ekki seinna en NÚNA!!

Góða nótt :)

xx
Rósa

No comments: