Pages

Friday, February 14, 2014

Fimm staðreyndir um mig á Föstudegi

1. Ég fer aldrei í ljós. Í rauninni finnst mér mjög heimskulegt að fara í ljós. Af hverju vill fólk viljandi líta út eins og krumpaðir tómatar úr leðri? og í leiðinni auka líkur sínar á að fá húðkrabba? nei ég bara spyr ;) ég set á mig brúnkukrem ef ég vil aðeins fríska uppá mig. 

2. Mér finnst Jensen Ackles myndarlegasti maður sem uppi hefur verið. 

3. Ég reykti í 11 ár. Finnst svo ótrúlegt í dag að ég hafi verið svona vitlaus. Að hafa brennt peningunum mínum, skaðað heilsuna mína og lyktað ógeðslega illa í allan þennan tíma, VILJANDI!!! Ef það er eitthvað sem ég skammast mín fyrir að hafa gert yfir ævina, þá er þetta klárlega þar ofarlega á blaði. 

4. Ég setti einu sinni Íslandsmet í bekkpressu í mínum þyngdarflokki! þá voru reyndar mjög fáar svona léttar stelpur að keppa, en hey, í smá tíma átti ég Íslandsmet engu að síður!! 

Kraftlyftinga-peningarnir mínir :) 
5. Ég er rosalega matvönd. Ég borða til dæmis nánast engar mjólkurvörur og engar majones vörur. Get alls ekki borðað þeyttan rjóma, grænar baunir, sveppi, aspas, fisk (annan en ýsu og stundum lax), bernaise sósu, mygluosta, pasta, hálfeldað kjöt, spægipylsu og maaaargt fleira, mér bara dettur ekkert meira í hug eins og er. Það er mjög leiðinlegt að bjóða mér í matarboð....just sayin´ 

Barnlaus kósý helgi framundan hjá mér (rauðvín komið í glas)
Heyrumst

xx
Rósa

No comments: