Tuesday, February 11, 2014

Blogg hugmyndir

Ég er mikill blogg-aðdáandi og kíki reglulega á nokkuð mörg blogg (og alltaf eru að bætast í safnið ný og skemmtileg blogg) og mér finnst alltaf jafn gaman að lesa það sem aðrir eru að skrifa. Á þessum bloggrúntum mínum fæ ég stundum hugmyndir af einhverju sem ég vil gera sjálf....og núna hef ég ákveðið að láta verða að einni hugmyndinni. Mér finnst sjálfri svo gaman að sjá þetta hjá öðrum og vona að mínir lesendur muni vera sömu skoðanar, en það sem ég ætla að gera er að vera með ákveðna fasta liði hérna á blogginu.

Ég er komin með þrjár hugmyndir og mun eftir fremsta megni reyna að standa við þetta. Þeir föstu liðir sem þið megið búast við að sjá hér í framtíðinni eru:

  • Fimm staðreyndir um mig á Föstudögum. Segir sig sjálft.....
  • Sexí Sunnudagar. Þá mun ég fylla bloggið með myndum af einhverjum svaka sexí gaur, nýr gaur hvern sunnudag að sjálfsögðu;)
  • Máltíð dagsins á Miðvikudögum. Þá mun ég sýna ykkur mína uppáhalds máltíð þessa dags og koma með uppskrift ef svo ber til .
Á morgun er miðvikudagur svo þið megið búast við Máltíð dagins á morgun :) 

xx
Rósa

No comments: