Pages

Friday, January 31, 2014

Kaupæði

Ég missti mig aðeins í búðunum í dag, ætli maður þurfi ekki að lifa á núðlum og vatni allan febrúar sökum þess. Eeeen það er alveg þess virði, alltaf svo gaman að fá ný föt í fataskápinn sinn :) Ég átti reyndar inneignarnótu í Vero Moda, svo að þetta er allt í lagi sko....

Það sem ég keypti:

Blúndu bolur úr Define the line. Var á 70% afslætti og kostaði mig um 1700 kr!!!

Mjög flottur bolur úr Lindex. Var búin að sjá þennan á fb síðu þeirra og ÆTLAÐI að eignast hann!

Þessi er geðveikur þegar maður er kominn í hann!! úr Lindex líka

Veski úr Lindex. Mitt var orðið götótt...kominn tími á að öpdeita :) 

Þessi litur finnst mér passa svo vel við dökkt hár :) hjartapeysa úr Vero Moda

Þessar buxur úr Vero Moda er mig búið að langa í lengi, lét það loks eftir mér :) 

Ekki nóg með að ég hafi verslað á mig, heldur fór dóttir mín líka í shopping spree í dag með vinkonu sinni. Já, ég á ungling, það er staðfest!! Hún verslaði sér peysu á útsölunni í Top Shop og hálsmen með stöfunum "love". Rosa flott hjá henni. Mér líður eins og stoltri mömmu að sjá hvað dóttir mín er mikil smekkmanneskja :)

Elín Mist með nýja góssið sitt :) 
Svo ég haldi nú áfram að tala um það hvað "barnið" mitt er orðið stórt. Við ákváðum það í gær að nú væri kominn tími á að daman fengi debet-kort, þar sem mamman er svo sjaldan heima og skvísan þarf stundum að bjarga sér sjálf með mat, afmælisgjafir og fleira og maður er nú ekki mikið með seðla út um allt hús. Ég vinn fyrir framan tölvu allan daginn, svo það er ansi hentugt að geta þá bara lagt inná hana fyrir því sem vantar. Þannig að skvísan mín skellti sér í passamyndatöku í dag fyrir kortið. Æ, ég er svo gömul!

Fallega fallega stelpan mín! 

Svo er ég bara að fara á djammið á morgun, í fyrsta skiptið í ár eða svo!!! er bæði spennt og kvíðin! 
Wish me luck

xx
Rósa

1 comment:

Anonymous said...

Skemmtu þér ótrúlega vel á morgun og næst færðu ekki að sleppa við að koma með mér á djammið :)
kveðja Magga