Tuesday, February 25, 2014

Konudagurinn

Ég var búin að lofa ykkur færslu um konudaginn, og hérna kemur hún:

Ég byrjaði daginn að sjálfsögðu á því að fara á æfingu. Það er alltaf svo gott að æfa um helgar finnst mér, þá eru færri í salnum og maður því einhvernveginn frjálsari til að gera hvað sem er þar. Ég tók slatta af brennslu, róðri, sippi, kviðæfingum og fleiru allskonar :) Er búin að taka smá hvíld frá lóðunum núna (nokkra daga bara), var komin með smá leið, en ætla að koma sterk til baka núna í vikunni.


Eftir æfinguna mína fór ég að sækja Elínu, sem var líka að klára sína æfingu uppí Gerplu. Við brunuðum svo heim til Heiðars þar sem hann var búinn að bjóða okkur í kaffi. Þar voru fleiri gestir og kallinn var búinn að vera sveittur að baka. Muffins (misheppnuðust), Rice Crispies kökur og Vöfflur (misheppnuðust) voru á boðstólnum. En það er nú hugurinn sem skiptir máli er það ekki? Hann reyndi þó :) Rice crispies kökurnar voru geggjað góðar líka!

rice crispies og brenndar muffins :)
Vöfflurnar - mega girnilegar, en þær voru hrærðar með hrærivél sem gerði það að verkum að þær voru seigar
Ást
Flottir skórnir sem skvísurnar okkar Heiðars eiga
Við erum náttúrulega ekki í lagi
Sæta mín 
Eydís eitthvað að díla við pabba sinn sennilega
Ég með Eydísi - og virðist vera með HUGES hendi hehe 
Eydís var svo góð að leyfa mér að hafa hálsmenið sitt 
Blogger var með einhver leiðindi við mig og ég fékk ekki að raða myndunum í þá röð sem ég vildi. Þær bara högguðust ekki!! Þannig að þið afsakið það að myndirnar séu bara random :)

Um kvöldið kom Heiðar svo heim og eldaði handa okkur Elínu dýrindis mexíkóska kjúllasúpu. mmmmmm hún var svo góð. Eitt af mínu uppáhaldi :)

Heiðar sveittar við eldamennskuna
Þetta var bara hinn allra fínasti dagur :) 

xx
Rósa

No comments: