Wednesday, February 26, 2014

Hausverkur og máltíð dagsins vol 2

Ég held ég sé með mígreni. Er búin að vera með hausverk í 2 daga núna. Alveg sama hvort ég tek verkjatöflur, sleppi æfingu eða reyni að sofa þetta úr mér, hann fer bara ekki. Hundleiðinlegt. Hef reyndar aldrei farið til læknis út af þessu, er bara búin að greina mig sjálf....hehe. En miðað við einkennin sem ég fæ þér þetta líklega vægari útgáfa af mígreni. Fékk smá sjóntruflanir áðan þegar ég var að horfa á sjónvarpið, frekar furðulegt.

Lét alla snapchat vini mína í dag vita af því að ég væri með hauskverk í vinnunni 
Í dag er miðvikudagur og þá er komið að máltíð dagsins. En sökum hausverkjar og æfingaleysis þá var nú ekki mikið spennandi borðað í dag. Þannig að þetta er máltíð dagsins sem þið fáið að sjá að þessu sinni:

C-vítamín freyðitafla og Nature valley stöng
Þetta borðaði ég um hálf 3 leytið og átti að vera pre-workout máltíðin mín, en svo var ég svo máttfarin eftir vinnuna að ég fór bara heim, engin æfing í dag :( Ég á nokkrar tegundir af svona freyðitöflum, á held ég 3 bragðtegundir af C-vítamíni og svo á ég líka fleiri vítamíntegundir. Mér finnst þetta mjög þægilegt og hef þetta alltaf á mér ef sykurlöngunin kemur upp, þetta drepur hana alveg finnst mér :)

Á mánudaginn ætla ég að byrja aftur í þjálfun hjá Michelle Brannan. Hún þjálfaði mig fyrir Bikarmótið síðastliðinn nóvember og ég var rosalega ánægð með hana. Það var alveg sama hvað maður spurði hana um eða hvenær maður spurði hana hún svaraði manni alltaf strax. Meira að segja þegar hún var sjálf að keppa, þá svaraði hún manni um hæl. Mér fannst það algjör snilld. Hún er bikini pro sem þýðir að hún er atvinnumanneskja i bikini fitness. Hún kann þetta :)

Michelle Brannan
Var orðin rosa flott eftir þjálfunina hjá Michelle í fyrra
Ætla að enda þessa færslu með því að sýna ykkur hvað gerist ef þið leyfið dóttur ykkar að nota snapchatið ykkar: haha love it 

Elín Mist beauty queen
xx
Rósa

No comments: