Friday, February 28, 2014

Bad hair day

Í gær var Bad hair day í vinnunni minni. Það var ekkert smá gaman, allir hlægjandi að öllum og mikið stuð. Ég tók að sjálfsögðu þátt og setti gosbrunn í toppinn minn og túberaði svo hárið eins og ég gat. Var mega fín.

maður verður náttúrulega að hafa svipinn í takt við hárið :) 
Nokkrar af stelpunum úr vinnunni - allar svo fínar :D 
 Mæli klárlega með þessu á alla vinnustaði til að brjóta aðeins upp stemninguna. 

Annars er ég búin að vera í mígreniskasti í 3 daga núna. Fór heim úr vinnunni kl 2 í gær alveg að drepast og gerði ekkert það sem eftir var að deginum nema liggja, vorkenna sjálfri mér og gubba. Já ég er ekkert að skafa utan af hlutunum, ég gubbaði, og það var ógeðslegt. Finnst eins og ég sé orðin góð núna, vona það allavega, nenni ekki einum svona degi í viðbót. 

Annars er það að frétta af íslensku stelpunum sem eru útí Ohio núna að keppa á Arnold Classic að 2 þeirra komust áfram í top 10 og keppa því um verðlaunasæti á laugardaginn. Það verður mega spenanndi að fylgjast með því. 

Aðalheiður og Magnea komust áfram í top 10

Svo er streamað beint frá pro keppninni sem er á laugardaginn líka. Þá keppir Magga Gnarr við allar flottustu bikini fitness gellurnar í heiminum! Ég hlakka mjög mikið til að horfa á það. Forkeppnin er kl 19 á íslenskum tíma og úrslitin á miðnætti. Hérna verður hægt að horfa á það. 

xx
RósaNo comments: