Friday, January 24, 2014

Alexandra Bring

Ég er búin að uppgötva mörg skemmtileg blogg á síðustu dögum. Hugsa að ég birti bráðum lista hérna yfir þau blogg sem ég les þessa dagana. Listinn er búinn að lengjast heldur betur síðan ég gerði svoleiðis lista síðast. En sú sem mér finnst skemmtilegast að fylgjast með þessa dagana er Alexandra Bring. Hún er sænsk stelpa sem er á fullu í ræktinni. Hún bloggar mikið um ræktina og flott ræktar outfit og þess háttar. Hún er svo fáránlega gorgeous þessi stelpa að það er ekki fyndið!

Hérna getið þið fylgst með blogginu hennar
Hérna getið þið skoðað instagramið hennar

xx 
Rósa

No comments: