Pages

Wednesday, December 19, 2012

Jólaljós og jólabíó

Var að skoða myndir af jólaljósum í hádegishlénu mínu......það sem sumir nenna að standa í!! Mig langar ekki einu sinni til að vita hvað rafmagnsreikningurinn af svona lýsingum er hár.....aldrei myndi ég nenna að standa í þessu. En það er gaman að einhverjir nenna því svo að við hin getum dáðst að þessu (þó sumt sé nú orðið það mikið að það er kannski ekkert svo fallegt lengur). Það er eitt hús á Digranesveginum sem ég keyri stundum framhjá sem er alveg ansi vel skreytt, maður á alveg eftir að taka smá rúnt hérna um borgina til að skoða hvort þau séu ekki fleiri. En ég efast samt um að Íslendingar nái einhverntíma að toppa þessar myndir sem ég fann, ekki einu sinni maðurinn á Bústaðarveginum sem skreytti svo allsvakalega (veit ekki hvort það sé ennþá).



Oxford street




Þetta er nú nokkuð smekklegt :)

Oxford street



Ég er farin að hlakka svo til að fá smá frí yfir jólin, fæ alveg 4 daga í frí, þ.e. sunnudag, mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Ég ætla að njóta þess með því að borða konfekt, jólamat, smákökur og horfa á jólamyndir!! Ætla samt að fara á æfingu líka þessa daga til að brjóta þetta aðeins upp og eiga kannski inni fyrir nokkrum smákökum. :) Þetta verður svo yndislega ljúft. Ég var að skoða á imdb lista yfir jólamyndir og reyna að velja einhverjar myndir sem mig langar að sjá. Hérna er listinn.

Þær sem mig langar soldið til að sjá eru nr 1, 4, 5, 17, 38 og 54. Nokkrar þarna sem ég er búin að sjá oft svo maður veit ekki með þær. Fannst skrítið að sjá ekki Love actually á þessum lista, hélt það væri svo vinsæl jólamynd! Mér finnst hún allavega æði :) Vonandi að maður komist yfir allavega nokkrar myndir á þessum lista yfir jólin :D

No comments: