Tuesday, December 18, 2012

Afmælisdagur

Í dag, 18.desember er afmælisdagur skvísunnar minnar og varð hún hvorki meira né minna en 11 ára gömul. Ég lét það þó ekki stoppa mig í að byrja daginn á spinning tíma í Reebok.


Svo vakti ég litlu skvísuna og hún var ekkert smá spennt, henni finnst svo gaman að eiga afmæli og vera miðpunktur alheimsins. Hún fékk stærri pakka en vanalega í pakkadagatalinu í tilefni dagsins, og í pakkanum var kósý samfestingur. Ekki svona weezo sem allir virðast eiga, heldur bara svona kósý krúttlegur náttgalli. Hún var að sjálfsögðu mjög ánægð með gripinn.

Krúttsprenjan mín

Þeir eru nú ekki margir eftir pakkarnir á dagatalinu (þetta er dagatal síðan ég var lítil sem ég málaði sjálf)

Ég fór svo bara í vinnuna og Elín Mist í skólann, og það vildi svo skemmtilega til að það var akkúrat boðið uppá jólamat og ís í skólanum hennar í dag, svo hún fékk smá jólastemningu á afmælisdaginn sinn. Seinni partinn fór ég svo að lyfta og Elín fór á fimleikaæfingu. Í kvöld erum við svo bara búnar að hafa það kósý :)

Verið að svara afmæliskveðjum á facebook

Aðventuljósin og jóla-órói sem Elín Mist bjó til alveg sjálf :) 

2ja ára dama í afmælinu um helgina benti undrandi á sjónvarpið mitt og sagði: Sjáðu hvað Rósa á lítið sjónvarp!!  

No comments: