Tuesday, December 18, 2012

Gwen Stefani

Hún er ein af mínum uppáhalds frægum persónum. Það er bara eitthvað við hana sem mér finnst svo æðislegt. Hún er orðin 43 ára, gift og tveggja barna móðir og hún hefur meikað það sem sóló-artisti, söngkona í rokkhljómsveitinni No doubt, stofnað sína eigin fatalínu sem ber nafnið L.A.M.B (love, angel, music, baby), gefið út ilmvatn og leikið í einhverjum kvikmyndum líka. Hún er alltaf í hrikalega flottu formi og mér finnst hún alltaf bera sig svo "classy", flott dressuð og flott máluð. Algjörlega ein af þeim allra flottustu.


No comments: