Pages

Monday, November 19, 2012

The Voice

Þeir sem fíla svona raunveruleikaþætti ættu klárlega að kíkja á The Voice. Það sem er öðruvísi við þessa söngþætti er að það er búið að sigta út söngvarana, þannig að aðeins þeir góðu komast að í áheyrnaprufurnar. Sem sé maður losnar við kjánarhrollinn og vorkunnsemina sem maður upplifir endalaust mikið við að horfa á X-factor og Idol-ið. Þarna er samankomið eingöngu hæfileikaríkt fólk sem á allt skilið að koma fram í sjónvarpi. Í dag er season 3 í gangi og það fer að styttast í annan endann.

The coaches
Þættirnir eru þannig uppsettir að það eru 4 "þjálfarar". Þau eru Christina Aquilera, Adam Levine (söngvari Maroon 5), Blake Shelton (fræg country-stjarna í US) og Cee-lo Green (sem syngur Crazy og F**k you meðal annars). Í áheyrnaprufunum snúa þau baki í söngvarana, til að geta dæmt þau eingöngu eftir röddinni, og svo ef þeim líst vel á einhvern þá ýta þau á hnapp og stóllinn þeirra snýst við.

Sviðið í áheyrnaprufunum
Þannig er svo manneskjan sem þau snúa sér við fyrir komin í þeirra lið. Ef svo fleiri en einn þjálfari velur sama söngvarann, þá fær söngvarinn að velja sér þjálfara sjálfur. Það er búið að vera mismunandi eftir season-um hvað eru margir í hverju liði og hvernig þættirnir eru uppsettir, en megin atriðið er það að hver þjálfari er með sitt lið sem hann þjálfar svo eins og hann kýs og öll vilja þau að sá aðili sem vinnur svo titilinn "The voice" sé í þeirra liði, þannig að þetta er ekki bara keppni á milli söngvaranna, heldur líka þjálfaranna.

Adam Levine flottur

Christina Aquilera er mjög hress í þáttunum, alltaf hlæjandi. 
Það eru svo mjög margir góðir keppendur í þáttunum, enda allt vel valið fólk sem margt hefur reynt að meika það árum saman, og sumir hafa jafnvel meikað það áður, en ekki náð að viðhalda því. Svo er líka ungt fólk inná milli sem er ótrúlega hæfileikaríkt miðað við aldur. Ég þykist vita hver mun vinna þetta season, mér fannst það eiginlega nokkuð augljóst frá áheyrnaprufunum strax í byrjun, en auðvitað veit maður aldrei. Ég leyfi mér að dreyma að einhver sem ég held uppá muni kannski vinna hehhe.....af þeim sem eru í þessu season-i hef ég haldið uppá þessa aðila (sumir eru farnir heim - sumir ekki) ;) 

Melanie Martinez

Cassidy Pope

Dez Duron

Dez - hann er svo sætur að hann þurfti tvær myndir!

Diego Val

Brian Keith

No comments: