Thursday, November 15, 2012

Keila

Ég fór á keilukvöld með vinnunni minni í gærkveldi. Mér finnst svo ógeðslega gaman í keilu, og þó ég segi sjálf frá þá er ég meira að segja bara alveg hreint ágæt í henni. Sérstaklega svona miðað við að hafa spilað keilu kannski 5-6 sinnum á ævi minni. Í fyrra vorum við Hildur bara tvær í liði (áttum að vera þrjár en sú þriðja mætti ekki og við spiluðum fyrir hana til skiptis, því það var búið að setja nafnið hennar á brautina) og við lentum í öðru sæti í liðakeppninni og í fyrsta sæti sem stigahæsti leikmaðurinn (fyrir þann leikmann sem við skiptumst á að spila fyrir....hehehe).Við vorum því miður ekki jafn heppnar í ár....þarna voru mættir helmingi fleiri starfsmenn en í fyrra og stemningin var algjörlega MEIRIHÁTTAR. Það var að sjálfsögðu búningaþema og alls kyns skemmtilegir búningar í gangi. Mitt lið hét Bomburnar og við mættum sem fínar frúr. Ég fékk engin verðlaun að þessu sinni.....búhú, eeeeen ég var samt sem áður stigahæsta stelpan....verst að það voru engin verðlaun fyrir það ;)  En þetta var samt svo geðveikt gaman, að ég lifi af!

Nokkrar myndir frá kvöldinu:

No comments: