Pages

Monday, November 19, 2012

Íslandsmótið í Fitness

Um helgina var Íslandsmótið í fitness og vaxtarrækt haldið í Háskólabíó og ég lét mig að sjálfsögðu ekki vanta á það. Mótinu var skipt þannig niður að strákar kepptu á föstudegi og stelpur á laugardegi. Þessi skipting hentaði mér einstaklega vel þar sem mér finnst ekki gaman að horfa á strákana keppa. Alveg nóg fyrir mig að skoða myndir af því. Mér finnst miklu skemmtilegra að horfa á stelpurnar, bæði í fitnessinu og módelfitnessinu. Með þessari uppsetningu tók þetta líka enga stund og gekk ótrúlega vel fyrir sig. Engar tafir og ekkert vesen. Ég vona að þeir haldi þessu fyrirkomulagi bara áfram. Edda vinkona var í bænum svo við skelltum okkur saman að glápa. Ég var með nammipoka í veskinu mínu á meðan ég var að horfa, mjööög viðeigandi ehheh. En ég segi nú bara samt sem betur fer því við höfðum ekki tíma til að borða neitt áður en þetta byrjaði, kl 18, þannig að þegar þetta var búið rétt fyrir 22 þá vorum við orðnar aaaansi svangar og fórum beinustu leið á Serrano að fá okkur gott í kroppinn.

Það er alveg ótrúlegt hvað það er mikið af flottum fitness-kroppum á þessu litla skeri okkar. Margir flokkarnir voru ótrúlega sterkir og maður fann hálfpartinn til með dómnefndinni að þurfa að dæma þær. En mér fannst þeir standa sig vel og var nokkuð sátt við flest úrslitin, en auðvitað er maður ekki sammála dómnefndinni með allt, það er alltaf svoleiðis. Það getur líka haft áhrif ef maður er búinn að vera að fylgjast með ákveðnum keppanda lengi og "vill" að hann vinni.....þó maður þekki manneskjuna kannski ekki neitt.

Mér fannst þessar stelpur laaang flottastar (búin að vera að fylgjast með sumum þeirra úr fjarlægð og dáist að þeim fyrir dugnað og þrautseigju).

Dagný Pálsdóttir, 4. sæti unglingafitness

Eva Lind, 2. sæti módelfitness -168 sm

Aðalheiður Ýr, 1.sæti módelfitness +171 sm og overall

Ingibjörg Jónadóttir, 2. sæti fitness -163 sm

Jóhanna Hildur, 1. sæti fitness -163 sm

Margrét Gnarr, 1.sæti módelfitness -168 sm

Magnea Gunnarsdóttir, 1. sæti módelfitness unglinga

Steinunn Helga, 3.sæti módelfitness -163 sm

Sylvia Narvaez, 2.sæti módelfitness -171 sm

Una Margrét, 1.sæti unglingafitness

Unnur Kristín, 3.sæti módelfitness -171 sm.
Þvílíkir skrokkar!!!

Allar myndirnar eru teknar af ifitness.is nema myndin af Magneu, fann enga mynd af henni þar inni svo ég fékk hana lánaða hjá Sportlíf á facebook :) 

No comments: