Pages

Tuesday, November 13, 2012

Gærkveldið

Ég kom heim í gærkveldi alveg búin á því eftir daginn. Sinnti heimilisstörfunum og horfði á Gossip girl, dottaði smá yfir því, voða kósý. Ekki nema samt svona 5 mínútur eða eitthvað, en stundum er það bara alveg nóg. Svo uppgötvaði ég það þegar leið á kvöldið að ég hafði gleymt að gera Plyo-æfinguna mína sem ég átti að gera á sunnudeginum.....úbbs!! Svo það var ekkert annað í stöðunni en að vippa sér í íþróttaföt og drífa þetta af. Tók 2 og hálfan hring, það tók mig um 17 mínútur og við það brenndi ég 138 kcal. Í staðinn fyrir að hvíla alveg í pásunum á milli, þá nýti ég þær í eitthvað gagnlegra. Fyrstu pásuna nýtti ég til að taka utan af eggjunum mínum og skipta í box fyrir næstu daga og í seinni pásunni tók ég úr þvottavélinni og hengdi upp.....fínt að nota pásurnar svona, þá er maður að hvíla, en samt ekki þannig að púlsinn fari alveg niður :) Erfiðustu æfingarnar í plyo-hringnum eru tuck jumps:

Tuck jumps
og að fara úr því beint yfir í að gera 20 burpees er bara killer!! 

Burpees
En það er fín tilbreyting að gera svona Plyometric æfingar. Myndi samt sennilega aldrei nenna að gera þetta nema bara af því að þetta er í prógramminu mínu og ég hef ekki samvisku í að sleppa því að gera það sem stendur þar!!

Eftir æfinguna mína fór ég í heita sturtu og klæddi mig svo í ógeðslega mikið af kósýfötum og beint uppí rúm með sængurnar mínar tvær (ég er svo fáránlega mikil kuldaskræfa) að horfa á Walking dead. Þessi þáttur var svo rosalegur!! Fjórði þátturinn í seríu 3.....það var ekki langt í að maður færi hreinlega bara að grenja!! og nei ég er sko ekki að ýkja.....sjitt, ég átti bara erfitt með mig. Þessir þættir verða bara betri og betri, svo margt spennandi að gerast núna í þeim, bíð núna alveg hrikalega spennt eftir næsta þætti :D Þessir þættir fá sko 8,7 á imdb þannig að ef þú ert ekki þegar að horfa á þá.....þá veistu hvað þú átt að gera!!


Þessi mynd er úr fyrri seríu....ekki allir þarna ennþá lifandi.....



No comments: