Wednesday, January 2, 2008

Nýtt ár

Þá er nýja árið gengið í garð. Reyndar alveg 2 dagar síðan, en ég er eiginlega bara fyrst að koma til lífsins núna síðan um áramótin. Ég borðaði sumsé áramótamat á Skaganum með fjölskyldunni og skellti mér svo í bæinn til Möggu. Um 1 leytið skelltum við Magga, Lísa, Guðný, Orri og Friðgeir okkur í partý í Hafnafirðinum. Alveg ágætt kvöld svo sem, en ekkert alveg það besta partý sem ég hef farið í. Sem betur fer var félagsskapurinn góður. Raggi, sem er bróðir Möggu, Lísu og Orra kom svo í partýjið og var með driver með sér, þannig að ég ákvað að sníkja far heim. Þá var klukkan um 4 leytið að ég held. Magga og Lísa komu svo heim einhverntíma mikið seinna og vöknuðum við ekki fyrr en farið var að dimma aftur næsta dag.

Bókstaflega öllum nýjársdag (eftir að við vöknuðum það er að segja) eyddum við svo í sófanum hennar Möggu að horfa á Greys Anatomy og borða allt óhollt sem til var í skápunum hennar. Annan eins letidag hef ég aldrei upplifað. Fórum ekki að sofa fyrr en um miðja nótt. Vöknuðum svo frekar óskemmtilega í dag. Dyrabjöllunni í blokkinni var hringt og öllum sagt að fara út því það væri eldur á einni hæðinni. Við drifum okkur í úlpur utan yfir náttfötin og skelltum okkur út fyrir. Sem betur fer var þetta bara lítill eldur út á svölunum í íbúðinni við hliðiná íbúðinni hennar Möggu, en ekkert alvarlegt. Við horfðum á slökkviliðskallana slökkva eldinn og fórum svo bara aftur inn. Ég pakkaði niður og fór uppá Skagann þar sem Elín Mist beið eftir mér.

Í kvöld er ég svo aðeins búin að vera að pakka niður. Ætla að fara fyrstu ferðina uppá Bifröst á morgun með smá búslóð. Skólinn byrjar víst í næstu viku þannig að það væri gott að vera búin að koma sér fyrir áður.

Bless bless

1 comment:

CresceNet said...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my site, it is about the CresceNet, I hope you enjoy. The address is http://www.provedorcrescenet.com . A hug.