Pages

Saturday, March 10, 2012

Breyting

Ég er alltaf eitthvað að fikta hérna í blogginu mínu og breyta til. Alltaf að reyna að finna hið fullkomna útlit sem ég er sátt við. Það hlýtur að koma einhvern daginn. Langar að hafa það einfalt, en samt eitthvað geðveikt kúl. Annars er það að frétta að ég er búin að skrá mig og borga keppnisgjaldið á mótið. Jebb jebb, its official. Flugmiðar og skráning komið í gegn, woop woop. Ekkert aftur snúið héðan í frá!
Kíkti áðan í late night brennslu niðrí World Class Kringlunni, var sem sagt þar á milli svona 21:30 og 22:30, og það kom mér bara virkilega á óvart hvað það voru margir að æfa á þeim tíma. Fleiri heldur en eru þar á morgnanna um 7 leytið. En það eru líka bara 4-5 vikur í íslandsmótið hérna heima í fitness og vaxtarækt, kannski allir bara að æfa á fullu fyrir það :) Allavega mjög gaman að sjá fólk stunda líkamsrækt á þessum tíma á föstudagskvöldi, ekkert að því :D

Áður en ég fór í ræktina þá skellti ég í bestu kökuna mína. Ætla að færa Möggu hana í "afmælisgjöf" á morgun uppí bústað. Hlakka svo til að fara. Verðum 5 stelpur saman þarna í hrikalegri stemmningu. Býst nú við að þær verði allar hellaðar og ég edrú gellan á kantinum....svo ég verð með myndavélina á lofti og tek myndir af þeim öllum í annarlegu ástandi heheh. Verður étið, spilað, farið í pottinn og tjillað út í eitt....ójá.

Annars er ég soldið mikið núna að skoða á netinu allskonar flottar myndatökur, því ég er að fara í myndatöku til Sveinba 15. maí fyrir mótið og okkur langar til að gera eitthvað alveg illa hellað. Eitthvað virkilega virkilega TÖFF.

Svo eru bara mælingar á morgun og senda á þjálfarann og sjá hvað hann segir eftir öll þessi veikindi og "pásu" og svona. Finnst líklegt að hann setji mig á 3 vikur ketó og bæti við í brennsluna og svona.....ég er allavega ekki að búast við einhverjum geðveikum tölum á morgun.....þó svo að ég hafi átt AWESOME viku....klárlega. Allar æfingarnar frábærar og stóð mig 120% í mataræðinu. En líkaminn kannski eitthvað tregur í gang eftir veikindin, eða ég veit ekki. Kannski er fullt búið að gerast en ég bara sé það ekki sjálf. Kemur allt í ljós á morgun :)

Eigið góða helgi öll sömul.

No comments: