Sunday, July 1, 2012

helgi í bústað

Mikið var æðislegt að komast í burtu yfir helgina í sumarbústað með vinkonum mínum. Við skemmtum okkur alveg konunglega, það var mikið hlegið, spjallað, knúsast, borðað, drukkið, spilað og sofið. Í staðinn fyrir að sofa allar í sitthvoru herberginu þá ákváðum við að hafa þetta alvöru sleep-over og sváfum allar saman í riisastóru svefnlofti, það var svo mikil snilldar hugmynd. Var alveg frábært að fara allar að sofa saman, spjalla og horfa á Friends og svona. Við tókum æfingu á laugardeginum úti á verönd, fengum alveg frábært veður og tókum hrikalega vel á því. Skelltum okkur svo í sund og slöppuðum af í heita pottinum. Grilluðum geggjaðan mat um kvöldið, tandori kjúlla með kartöflum og salati. Edda grillmaster tæklaði það allt fyrir okkur. Þetta var bara algjör snilld út í gegn :) læt myndir fylgja.....er ekki alltaf sagt að myndir segja meira en þúsund orð :D1 comment:

Zanný said...

Snilldar ferð :)