Wednesday, May 9, 2012

Rúmlega 100 manneskjur búnar að heimsækja bloggsíðuna mína síðan í gær, en aðeins EITT like. Það finnst mér lélegt. Just sayin´ ....hehehhe.

Vá ég uppgötvaði svo fyndið um daginn. Ég setti svona google translate hnapp á bloggið mitt þannig að maður getur látið þýða það fyrir sig, til dæmis á ensku. Ég prófaði það og ég sver það, eftir nokkrar línur var ég farin að grenja....með tárum og allt....úr hlátri. Sjitt....gott að vita af þessu ef manni vantar að hressa sig við einhverntíma.

Svo gerði ég líka aðra skemmtilega uppgötvun í gær. Ég kemst í mjónu-buxurnar mínar aftur!!. Það eiga flestar stelpur einhverja svona flík sem þær komust í þegar þær voru yngri og eru alltaf að rembast við að komast í aftur. Ég prófaði mínar í gær og þær bara smellpössuðu. Vúhú. Við erum að tala um rifnar Diesel gallabuxur sem ég notaði hvað mest þegar ég var 22 ára og hafði varla stigið fæti inní líkamsræktarsal, reykti sígarettur í morgunmat, drakk kók í tonnavís og borðaði sáralítinn mat. Það var kannski ein langlokurist í hádeginu eða rice crispies kökur og djús yfir daginn....og já þetta kallaði maður mat hahhaha. Þó ég hafi verið mjó á þessum tíma, þá var ég alls ekki fit eða tónuð....og hvað þá heilbrigð. Úff mér bara finnst ótrúlegt að ég hafi í alvörunni lifað svona....hehhe veit ekki hvernig ég fór að því. En ég hætti svo að reykja 26 ára, þegar ég var búin að vera að stunda líkamsrækt í sirka eitt ár og langaði að fara að ná einhverjum árangri og verða fit og tónuð. Mataræðið er svo búið að vera að koma hægt og rólega.....en ég held að þetta sé komið í dag hjá mér. Held ég geti með sanni sagt að ég sé heilbrigð manneskja í góðu formi :D Hvað getur maður beðið um meira??

No comments: