Pages

Tuesday, May 8, 2012

2 vikur tæplega

Já það er heldur betur stutt í þetta. Mikill spenningur kominn í mann hérna, þetta bara er alveg að fara að bresta á. Ég er að reyna eins og ég get að vera ekkert kvíðin...en það gengur svona lala. Margar alveg hörku kroppar sem eru að fara að keppa þarna með mér, alveg á heimsmælikvarða, eins og til dæmis þessi hér:


Halló sko, hvernig á maður að keppa við þetta eiginlega? hehhe það er náttúrulega bara ekki hægt. Ég er nú allavega alveg tööööluvert langt frá þessu formi, þó að ég sé í mínu besta formi til þessa. Ég vona bara alveg innilega að ég dragi ekki númerið við hliðiná henni....myndi helst vilja fá að standa bara alveg í hinum endanum á sviðinu frá henni hehehhe. Hún er svo að fara að rústa þessu. En þessi svaka skutla heitir Andreia Brazier og er klárlega að fara að næla sér í Pro-cardið á þessu móti. Hún keppir í Fitness Diva Model flokknum. Ég held að Bikini Diva flokkurinn sé miklu meira fyrir kropp eins og minn, þar sem er ekki svona mikill skurður. En ég ætla samt að halda mig við ákvörðunina um að keppa í báðum flokkunum. Í versta falli þá læri ég allavega meira inná sviðsframkomuna :)

Svo er maður aldrei alveg fullkomlega sáttur, það er bara þannig. Mér finnst ég ekki vera að ná þeim árangri sem ég ætlaði mér. Kannski ég hafi verið búin að gera of miklar kröfur á mig miðað við þann tímaramma sem ég hafði og það form (er hringlaga ekki form) sem ég var í þegar ég byrjaði að undirbúa mig. En miðað við hvað lítill tími er til stefnu núna þá er það nokkuð ljóst að ég verð ekki í því formi sem ég upphaflega ætlaði mér á keppnisdag. En sem betur fer er annað mót eftir þetta....meira að segja bara 3 vikum eftir þetta. Þannig að ég fæ þá í rauninni auka séns, til að bæta mig og koma enn sterkari inn. Kannski að 3 vikur dugi til :) En ég er samt að reyna að passa mig á að gera ekki lítið úr þeim árangri sem ég er búin að ná. Síðan í janúar er ég búin að missa um 8-9 kg, guð má vita hversu mörg % af fitu og einhverja rúma 50 sentimetra. Það er náttúrulega ekki hægt að taka það af mér....það er góður árangur. En það er ekki það sama og að vera í keppnisformi endilega. En alveg sama hvað það kostar, ég mun koma mér þangað og vinna Pro card. Hvort sem það er núna í maí, í júní eða í nóvember....það mun gerast!! :D

9 dagar í að við förum út
11 dagar í keppni

ALLT komið nema Pro-tan brúnkan, bikini-bite og dökkt meik. Við erum að tala um það!! ;)

No comments: