Friday, April 27, 2012

Zara

Ég hef aldrei fílað neitt sérstaklega fötin í Zöru...nema kannski þetta hefðbundna; gollurnar og hlýrabolina. En ég fór í Zöru í Kringlunni um daginn einhverntíma og mig langaði gjörsamlega í allt. Ég keypti mér einn kjól, sem ég ætla að nota á kynningarkvöldinu á mótinu úti. Hann er geggjaður!! Ótrúlega fallega gulur, og þó ég segi sjálf frá, þá er hann mikið flottari á mér heldur en þessari fyrirsætu hérna: 

Hann virðist ótrúlega casual eitthvað þarna, en þegar ég er í honum þá er hann mikið meira svona fínn. Skil ekki af hverju það er. En ég sá líka margt fleira þarna sem ég ætla að bíða með að kaupa þangað til ég fer út, gallajakka, blazer, sumarkjól og fleira og fleira.....hlakka svo til að fara að versla :) 

No comments: