Pages

Thursday, April 26, 2012

Besti bloggarinn

Þau verðlaun fara klárlega til mín! Tvö blogg í dag....geri aðrir betur ;)  Ég er að segja ykkur það, ég hef ekki verið svona orkumikil í langan tíma. Og það á fjórða degi ketó!! er það bara alveg eðlilegt? heheh.

Ég er voða mikið að hugsa þessa dagana um hvað ég ætla að gera eftir mót, ég ætla að forðast eins og ég get að detta ekki í sukk eins og ég hef gert eftir síðustu mót. Það verður ekki í boði núna. Ég vil halda mér í formi, auka styrk og jafnvel bæta á mig smá af vöðvamassa og keppa svo aftur í nóvember (kannski fyrr einhversstaðar úti??). Mig langar mjög mikið að tileinka mér healthy lifestyle allt árið um kring, með kannski 1-2 nammidaga í viku, svona á meðan maður er ekki að kötta allavega. Ég er ekki að gera mér óraunhæfar væntingar um að ég geti verið í einhverju kött-formi allt árið í kring né ætla ég mér að æfa 2x á dag eða eitthvað álíka, nema þá bara í undirbúningi fyrir mót. En að borða reglulega, hollt og æfa alla virka daga, rækta líkama og sál :D

Mun klárlega styðjast mikið við uppskriftirnar hjá snillingnum sem heldur úti Lean Body Lifestyle. Allt svo ótrúlega girnilegt og mega hollt hjá honum, og svo myndbönd með sem er algjör snilld fyrir svona eldhúsnörda eins og mig.  Ekki skemmir að hann birtir líka nutrition facts með uppskriftunum sínum. Þessar eru mega girnilegar:



Úff það er svo ótrúlega margt girnilegt þarna....gæti póstað næstum því öllum uppskriftunum hingað inn sko, hehhe. Hlakka geðveikt mikið til að prófa þetta allt saman. En núna er ekkert svona í boði, bara ketó, ketó, ketó. hehehhe, ég meina, hver elskar ekki hamborgabuff í hádegismatinn alla daga? ég veit ekki, ég er allavega að fíla það ;)

Búin að vera að æfa mig í kvöld að labba um og pósa í skónum sem ég verð í á keppninni. Þeir eru soldið háir og svona öðruvísi en skórnir sem ég hef notað áður. En það gengur vel. Ég held það séu improvements í gangi hjá mér núna, finnst ég sjá mun síðan um síðustu helgi. Enda líka búin að vera kikk-ass dugleg þessa vikuna, svo full af orku eitthvað og búin að geta tekið hrikalega vel á því. Elska'ða :)

No comments: