Tuesday, April 17, 2012

5 vikur

Ég hef ákveðið að keppa í báðum flokkunum á mótinu í maí, til sjá hvor hentar mér betur. Svo keppi ég hérna heima í júní og þá verð ég búin að velja hvor flokkurinn er fyrir mig og keppi þá bara í honum í þeirri keppni. Þannig að það er Diva Bikini Model og Diva Fitness Model eftir 5 vikur!!! :)

Ég er komin með bikini, skó og búning, vantar þá bara kjól.Er á fullu núna að leita, komin með allavega einn sem ég ætla að máta, svartan kjól, mjööög flottan. Ég verð með förðunarsnillinginn hana Möggu með mér í ferðinni sem gerir mig sæta fyrir sviðið, svo ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Eigum samt alveg eftir að gera svona general prufu, ákveða hvaða liti við ætlum að nota og hvernig hárið á að vera. Þurfum að fara að gera það fljótlega.....það er svo gaman að undirbúa þetta allt saman.

Ég er búin að redda öllu öðru í sambandi við ferðina sjálfa, nema vegabréfum fyrir mig og Elínu, þau eru bæði runnin út hjá okkur, svo við þurfum að endurnýja :) Á eftir að kaupa brúnkuna og bikini bite....ég hef alltaf notað protan og kann mjög vel við það, svo ég ætla bara að halda mig við það. Það eru allir að nota Jan Tana þessa dagana og mæla með því....en ég vil frekar nota eitthvað sem ég kann á og hef verið ánægð með. Set brazilian tan undir sirka tvær umferðir (af því að ég er hvít eins og snjór) og svo tvær til þrjár umferðir af Protan yfir. Jebb......that´s a whole lot of tan!! hehehhe. En ég held að það sé ekki fleira sem ég á eftir að redda/kaupa, ekki sem ég man í augnablikinu allavega. Við erum að tala um það, allt að verða reddý bara. Þá er það bara formið sem á eftir að detta almennilega inn....þá verð ég bara orðin góð hehhe :D

Spennandi!!

No comments: