Tuesday, April 24, 2012

4 vikur

Þetta styttist og styttist, og ég verð bara stressaðri með hverjum deginum. Langar svo að vera í hörkuformi uppá sviði, en ekki bara svona la-la.....er alveg á báðum áttum með að ná því, og efast meira og meira með hverjum deginum sem líður....en verð samt að passa mig á að vera ekki of stressuð, það gæti bara skemmt fyrir mér. Líka að reyna að njóta þessa tíma, þó þetta sé erfitt, þá er þetta skemmtilegt líka. Sjá líkamann taka breytingum og komast í besta form lífs síns, það á ekki að vera leiðinlegt.

Er að taka 2 vikur straight á ketó núna. Dagur 3, gengur vel so far....en styttist í að maður fari að hamast á tyggjóinu....hehehhe finn það á mér. Er með alveg dúndrandi hausverk núna, gæti svo sem verið út af því að maður er ekki að fá nein kolvetni, tekur smá tíma að venjast kannski, en gæti líka alveg verið útaf því að ég fór í sjóðandi heitt bað í gærkveldi rétt fyrir svefninn. Oft sefur maður svo fast eftir svoleiðis, og svo var alveg hrikalega erfitt að vakna í morgun líka hehe.

4 vikur án nammidaga, það mun vera big challange fyrir mig. En ég hlakka bara til að takast á við það og standast það og geta sagt eftir á að ég hafi gert það!


  • Búningurinn minn er kominn til landsins, smellpassar og er hrikalega sexy ;) 
  • Komin með skó, sem eru eins og stultur....þarf að æfa mig aðeins á þeim.
  • Á eftir að fara og máta einn kjól og sjá hvort hann passar (crossing fingers), hann er svartur og alveg gordjöss
  • Vantar að finna einhverja til að gera á mig flottar en ódýrar gelneglur 
  • Eftir að gera general prufu á hári og make-upi með Möggu 
Svo er ég alveg hrikalega spennt að sjá hvernig 2 síðustu vikurnar fyrir mótið verður, hef á tilfinningunni að það verði eitthvað alveg hrikalegt!! hehehhe (á jákvæðan hátt) 

Mun pósta einhverju hérna inn eftir fyrstu vikuna á ketóinu með smá update :D 
No comments: