Pages

Tuesday, March 20, 2012

Þolinmæði

Ég hafði rétt fyrir mér síðast þegar ég skrifaði hérna inn. Mér fannst eins og allt hefði verið að ganga í slow motion og ekkert væri að gerast. Mælingarnar á laugardaginn sönnuðu það bara fyrir mér. Það áttu engar breytingar sér stað, hvorki á vigtinni né á málbandinu. Ekki fannst mér það nú gaman. En það þýðir ekki að láta það draga úr sér. Ég verð bara að vera þolinmóð og halda mínu striki, líkaminn minn er greinilega eitthvað að mótmæla núna og reyna að halda í allt eins og hann getur....en ef ég bara held áfram þá neyðist hann til að láta undan á endanum, svo það er nákvæmlega það sem ég ætla að gera. Held áfram á ketó núna þessa vikuna og aftur 4 morgunbrennslur eins og í síðustu viku. Ekkert nema fjör :D En ég hef það á tilfinningunni að eitthvað sé að fara að gerast núna.....veit ekki af hverju, en mér finnst það bara. Vona að það sé rétt hjá mér :)

Fór á árshátíðina í vinnunni minni um helgina og það var alveg meiriháttar. Maturinn var geðveikt góður, fengum nautakjöt í bernaise með sultuðum lauk og bakaðri kartöflu og svo blauta súkkulaðiköku með vanilluís í eftirrétt. Nammi namm hvað það var goooott. Allskonar skemmtiatriði og happdrætti var í gangi allt kvöldið og svo spilaði Ingó veðurguð nokkur lög og kom manni í þvílíkan gír. Ég sem ætlaði að taka rútuna heim kl 12 ákvað að vera lengur. Hljómsveitin Made in sveitin spilaði svo fyrir dansi til kl 02 eða eitthvað, og mín dansaði allan tímann. Bláedrú, en samt svo ógeðslega gaman :D Þetta kvöld sýndi mér það algjörlega að ég get alveg hætt að drekka áfengi fyrir fullt og allt, ég hef hugsað um það lengi að hætta því bara alveg, því ég verð yfirleitt svo ógeðslega þunn og mér finnst það ekki passa að drekka og þykjast svo vera að lifa einhverjum heilbrigðum lífstíl....svo ég held ég haldi mig bara við þá ákvörðun mína að hætta að drekka :D

9 vikur í mótið :D styttist og styttist......bara spennandi. Það er næstum því allt klappað og klárt í sambandi við ferðina. Flug komið, gisting í Sonderborg og gisting í Koben komið, búin að skrá mig og borga keppnisgjaldið, fleira fólk er að spá í að koma með, er hugsanlega komin með bikini og skó (á eftir að máta bara til að staðfesta), myndataka fyrir mót bókuð. Það sem ég á eftir að gera er að finna mér búning fyrir búningalotuna og ákveða hvaða brúnku ég ætla að nota :D Ef þið hafið uppástungur í sambandi við búning, endilega skjóta á mig ;)

No comments: