Friday, March 16, 2012

Heimsóknir

Það hafa soldið aukist heimsóknir á síðuna mína uppá síðkastið. Sem er ekkert nema gaman :) En mig langar til að benda á fólki að neðst við hvert póst sem ég set inn þá koma svona litlir reitir sem er hægt að haka við, like, love eða hate. Og ykkur er öllum óhætt að haka í þetta að vild. Það mun ekki koma fram á facebook síðunni ykkar ef þið hakið í þessa reiti og ég get heldur ekki séð hverjir haka við, svo þetta er algjörlega nafnlaust, svo þið getið verið óhrædd við að nota þetta. En það er gaman fyrir mig að fá smááá feedback hérna, fyrst það eru um 20-30 manns að kíkja hérna inn á hverjum degi :D

Annars lítið að frétta svo sem. Gengur allt sinn vanagang hérna....mér finnst reyndar eins og það sé allt í slow motion, finnst ég sjá engar breytingar á mér, ekki eins og síðast þegar ég var að taka ketó - þá fannst mér ég sjá breytingarnar dag frá degi.....en ekkert núna. Ég vona að ég sé bara ímyndunarveik hehe. Kemur í ljós á morgun í mælingunum. Veit ekki hvað ég geri ef það verður enginn munur....shhiii. Bara 9 vikur sko, og ég ætla ekkert að vera í la-la formi uppá sviði sko....kannski er ég að setja of mikla pressu á mig, ég veit ekki. Þarf að róa mig niður hahaha.

Árshátíðin á morgun, mikill spenningur fyrir henni hérna í vinnunni. Verð að sjálfsögðu edrú gellan með myndavélina á lofti :)

Smá motivation fyrir helgina:
Gott að hugsa um þetta þegar maður er að vakna kl 6 á morgnanna. Ég ætla að láta drauma mína rætast....ekki bara hugsa um það :D

No comments: