Pages

Wednesday, March 7, 2012

ALL IN

Ég er ekki búin að vera duglegasti bloggarinn í heimi hérna. En nú verður bætt úr því.

Allt að rúlla í gang aftur hjá mér eftir 2-3 vikur af veikindum. Svoooo ljúft að fá heilsuna aftur. Geta borðað. Geta æft. Algjör snilld. Hef ekki tekið neinar mælingar eða neitt allan þennan tíma, líkaminn minn fór bara í lás og það gerðist akkúrat ekkert á meðan ég var lasin, enda fann ég það að ég var aldrei svöng eða þyrst eða neitt....það bara var ekkert að gerast. Ég bara vann (réttsvo), svaf, ældi og vorkennti sjálfri mér geðveikt mikið heheh, rosalegt stuð á manni alltaf hreint! Tek mælingar og myndir á laugardaginn og sé þá hvernig staðan er hjá mér eftir þetta veikindarugl......verður spennandi að sjá.

Þannig að núna er bara ALL IN fram að móti! Tæpar 11 vikur í þetta og það verður bara harkan og þrjóskan tekin á þetta. Ég var alveg að missa metnaðinn þarna í þessum veikindum, en hann er allur kominn aftur. Vakna ofur hress á morgnanna spennt að takast á við daginn, hlakka til að komast á æfingu og stenst "freistingar" eins og ég fái borgað fyrir það. Set gæsalappir utan um orðið freistingar, því þegar valið snýst um að keppa í besta formi lífs míns EÐA að fá mér kökusneið eða kex eða whatever....þá finnst mér valið ekki erfitt. Mig langar meira í árangur og bætingar, heldur en nokkrar mínútur af áti og svo heilan her af samviskubiti og eftirsjá. Það er bara svoleiðis ;)

Magga vinkona varð þrítug í gær, að því tilefni verður farið í sumarbústað á laugardaginn nokkrar stelpur og haldið uppá það. Heitur pottur, spil og skemmtilegheit. Hlakka geðveikt mikið til! Ég hélt ég myndi missa af þessu því það var búið að skipuleggja reunion hjá Frumgreinadeildinni af Bifröstinni, en svo datt það upp fyrir sig, þannig að bústaður HERE I COME!! vúhú

Svo er árshátíðin í vinnunni hjá mér helgina eftirá. Haldin á Hótel Örk í Hveragerði. Ég er búin að fá mér kjól, hann er alveg geeeðveikt bleikur, Lipsy kjóll úr Dúkkuhúsinu, sem ég keypti btw notaðan á 1000 kall. :D Maður er svo sniðugur. Svo ætla ég að gera þessa hárgreiðslu, finnst þetta svo geeeðveikt töff :

No comments: