Wednesday, February 29, 2012

Mars

Alltof mikið að gera hjá mér í mars, svo mikið að ég þarf að velja og hafna. Það þykir mér alveg einstaklega leiðinlegt. Mér finnst rosalega gaman að hafa nóg að gera, en ekki þannig að ég komist ekki í afmæli hjá vinkonu minni eða fermingu hjá frænku minni því það er eitthvað annað sem ég var búin að lofa mér í áður á sama degi. Frekar fúlt. En svona er þetta, maður getur víst ekki gert allt...

Núna um helgina er Arnold Classic og ég er svo hrikalega spennt fyrir því. Hlakka svo til að sjá hver er að fara að taka Bikini Pro flokkinn...ég held að það verði annað hvort Nicole Nagrani eða Nathalia Melo.....en það mun koma í ljós. BARA spennandi. Allar svo hrikalegar í þessum flokki að það bara meikar ekki sens...

Nathalia Melo

Nicole Nagrani

Svo eru líka 18 íslenskar stelpur að keppa í amateur flokkum, bæði í bikini og figure, svo það verður geggjað að fylgjast með því líka. Margar alveg mjöööög líklegar í úrslit og jafnvel á pall. Sunna Hlín á vodvafikn.net á facebook verður með þetta allt í beinni, og svo er líka bein útsending af einhverju á bodybuilding.com svo maður getur fylgst með þessu hérna heima, algjör snilld :D Alltof langt í helgina þegar maður er að bíða eftir svona hlutum...hehehe.

Annars er ég bara orðin nokkuð góð af veikindunum, öll að koma til. Ennþá bara smá kvef í mér, en ekkert sem er að skemma fyrir mér matarlyst eða æfingar, sem betur fer!! Öll síðasta vika var sko ÖMURLEG. Gat nánast ekkert æft og lítið sem ekkert borðað og var bara alveg handónýt. Þannig að það er ekkert annað en að koma bara sterk inn aftur núna, 12 vikur í þetta!!!! Shhiiiiii, veitir ekki af smá motivation núna, og ef Arnold Classic áhorfið verður ekki motivation fyrir mann, þá er eitthvað að!! Það er bara svoleiðis....

No comments: