Thursday, February 9, 2012

Update

Jæja, sem betur fer var þetta bara sólahrings-pest hjá mér. Var orðin alveg góð á þriðjudagskvöldið, náði að borða kvöldmat og fara í pole-fitness. Svo var gærdagurinn bara venjulegur hjá mér. Mætti í morgunbrennslu, vinnuna, lyftingaræfingu og fór í bíó um kvöldið (Contraband, mæli með henni). Náði að borða allan matinn sem var á dagskránni, þannig að þetta var þá í rauninni fyrsti heili dagurinn minn á keto-mataræðinu. Það er svo allt öðruvísi heldur en mataræðið sem ég hef verið á hingað til, alveg miklu meira óspennandi hehe. Sakna próteinsjeikanna minna.....eitthvað sem ég hélt ég myndi aldrei segja ;) Svo er bara spurning hvernig það kemur út úr mælingunum næsta laugardag, að hafa "misst úr" alveg 2 heila daga. Engar æfingar og nánast ekkert  borðað. Vona að það hafi ekki skemmt mikið fyrir.

Svo er bara kominn fimmtudagur og maður alveg að detta í helgarfrí. Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður alltaf hratt....á laugardaginn eru sem sé 14 vikur í keppni. Magga er búin að fá frí í vinnunni sinni til að koma með mér þannig að við ætlum að fara í það bara sem allra fyrst að panta okkur flug út. Svooo spennandi :)

No comments: