Pages

Tuesday, February 7, 2012

Lasin...

Ég var svo heppin að næla mér í einhverja pest í gær....og það meira að segja ælupest....uppáhalds-pest allra....or not! Ég sem sagt fór í vinnuna í gær, svaf yfir mig um morguninn svo ég missti af morgunbrennslunni og var svona í seinna lagi í vinnuna. Ég er ekki mikið í þeim pakkanum sko, á ekkert erfitt með að vakna kl 6 á morgnanna svo ég var voða þreytt greinilega þennan morguninn. Ég háma í mig eggin mín og byrja að vinna. Svo kemur kona á fund til mín kl 10:00 sem ég bjóst við að myndi taka svona klukkutíma í mesta lagi, en neeeiiii fundurinn var til kl 13:00. Sem þýddi að ég var ekkert búin að borða í 4 klukkutíma. Þarna var mér farið að líða mjööög illa, sem ég tengdi náttúrulega bara við matarleysið (er vön að borða alltaf á tveggja tíma fresti). Var komin með höfuðverk, ógleði og hitaköst. Þannig að um leið og konan er farin þá hita ég mér upp hádegismatinn minn og borða hann með bestu lyst. Svo bara finn ég hvað ég versna og versna og þegar kl er orðin hálf þrjú þá var það orðið nokkuð ljóst að ég væri orðin veik. Ég fer heim og er varla kominn inn úr dyrunum þegar gleðin byrjar. Svo það var ekki borðað neitt meira það sem eftir lifði dags.....ég lá bara og vorkenndi sjálfri mér geðveikt mikið þess á milli sem ég heimsótti klósettið. Svo ég ákvað að vera heima í dag til að jafna mig, er ennþá smá óglatt og með akkúrat enga matarlyst....finn það einhvernveginn að ef ég fái mér að borða þá muni ég skila því aftur....and i dont nenn it....

En ég vona að þetta lagist eftir því sem líður á daginn og ég geti farið að borða. Ég var nefnilega (eða átti) að byrja á nýju matarprógrammi í gær. Á að taka 2 vikur af keto, þar sem uppistaðan í fæðunni er prótein og fita, nánast engin kolvetni. Hlakka til að prófa það. Er reyndar mjög einhæft og svona, en það er gaman að breyta til og sjá hvað maður getur. Morgunmaturinn og hádegismaturinn í gær lofaði allavega góðu. En ég nenni ekki að skrifa meira....set nokkrar myndir inn frekar, líka svona til að bæta upp bloggleysið hjá mér síðustu daga ;)

Nestið sem ég hafði með mér í vinnuna í gær, og náði ekki að borða allt.  Fyrsti dagur Keto.

Fæðubótaefnin sem ég keypti mér um mánaðarmótin :) 

Sá glitta í smá vöðva í speglinum um helgina án þess að vera að spenna....ekki að hata það!! 

Svo ég varð náttúrulega að prófa að spenna líka hahaha....lúðinn ég :) 

No comments: