Monday, February 13, 2012

No backsies...

Flugmiðarnir eru komnir í hús!! Í gær pöntuðum ég og Magga flugin okkar út til Köben. Förum út að morgni 17. maí og til baka um miðjan dag þann 22.maí. Elín Mist kemur með okkur, svo það lítur allt út fyrir að þetta verði stelpuferð. En svo getur vel verið að fleiri bætist í hópinn með okkur, er allavega ein að skoða það að koma með líka :) Það er bara gaman að hafa sem flesta með, ekki spurning. Svo eigum við bara eftir að redda okkur frá Köben og til Sönderborg 17.maí til 20.maí og svo gistingu á báðum stöðum líka. Hugsa að við skoðum bara gistiheimili og svoleiðis, til að reyna að hafa þetta í ódýrari kantinum. Flugin út kostuðu nú bara andskoti nógu mikið. Fyrir okkur allar þrjár voru þetta rúmlega 100.000 kr.

Þannig að núna verður ekki hægt að hætta við, no backsies. Allt að gerast! Tæpar 14 vikur í mótið :) shhiiii

Smá motivation í tilefni mánudagsins:

Eigið góðan dag, það ætla ég að gera :) 

No comments: