Monday, February 20, 2012

Allt að gerast

Úbbs....soldið langt síðan ég kom hérna inn. En hef margt að segja núna svo ég mun örugglega blogga daglega núna næstu daga hehe. Þessi færsla verður bara soldið svona mont færsla....hehe það má er það ekki?

En allavega, ég mældi mig á laugardaginn eins og ég geri alla laugardaga og tek af mér myndir. Þetta er sko hátíðleg athöfn á mínu heimili hehe. Svo sest ég niður eftirá og ber saman myndirnar/tölurnar frá vikunni áður og þar áður og svona....og í hvert skipti furða ég mig á því hvað líkaminn er magnað fyrirbæri. Þegar maður er virkilega að standa sig í clean-mataræði, þá lætur árangurinn ekki á sér standa, það er nokkuð ljóst!

Stiklað á stóru:

Desember 2011:
Þyngd: 62,5 kg
Fitu%: ca 22%

Febrúar 2012:
Þyngd: 56,8 kg
Fitu%: ca 15%

Og samtals eru um 30 sm farnir líka!! og laaaang mest á mittinu, maganum og mjöðmunum. Einmitt eins og það á að vera. hef náð að halda efri hlutanum nokkurnveginn í stað, sem er bara snilld. Er búin að ná upp góðri breikkun á bakinu og vill alls alls alls ekki missa hana!

Það er svo gaman að sjá svona árangur, og breytinguna á líkamanum, ég bara gæti ekki verið sáttari við mig. Núna eru rúmlega 13 vikur í mót og ég er bara á soldið svipuðum stað og þegar ég var að keppa á síðasta móti....við kvörtum nú ekki yfir því :D

No comments: