Friday, February 3, 2012

:)

Ég fékk svo skemmtilegt símtal í gærkveldi, er alveg í skýjunum. Magga vinkona hringdi í mig til að spyrja mig um nákvæma dagsetningu á ferðinni út svo hún gæti beðið um frí í vinnunni til að koma með mér! ooohhhh svo hrikalega sátt með það! Fyrir utan það að hún er skemmtilegur félagsskapur, þá hefur hún líka hjálpað mér baksviðs í keppni áður svo hún kann á þetta. Ekki skemmir heldur fyrir að hún er förðunarfræðingur, svo hún mun sjá um að gera mig alveg gorgeous áður en ég fer á sviðið. Svo mikil snilld, gæti ekki verið sáttari. Svo þegar keppnin er búin förum við til Köben að versla og skoða í 2 daga áður en við förum aftur heim. Hlakka svoooo mikið til :D

Magga gerði þetta make-up á mig fyrir keppnina 2009

Fyrsti mánuðurinn í þjálfuninni hjá Kidda er að klárast. Mælingar og myndir á morgun og það verður spennandi að sjá hvað mun gerast. Ég ætla pottþétt að halda áfram hjá honum, svo ótrúlega góðir hlutir að gerast :) Svo er bara að fá nýtt prógramm og byrja á því og sjá hvað gerist út frá því. Allt saman alveg hrikalega spennandi.

Kláraði byrjendanámskeið 1 í Pole-fitnessinu í gær. Ótrúlegt hvað þetta er fljótt að koma hjá manni, þetta lítur allt út fyrir að vera svo ógeðslega erfitt fyrst, svo bara áður en maður veit af þá er maður að ná þessu. Mér tókst til dæmis að fara á hvolf í þar síðasta tíma. Bjóst engann veginn við því. Er með 3 stóra marbletti eftir það....en það er aukaatriði....Svo kenndi hún okkur í tímanum í gær að setja saman svona smá rútínu. Það var ótrúlega gaman. Er bara spennt að byrja á byrjendanámskeiði 2 á þriðjudaginn næsta :)

Ég á súlunni í tíma um daginn

Núna er ég á fullu að spá í búning fyrir keppnina. Það er sem sagt keppt í "theme-wear" líka, ásamt bikinilotunni. Er með eina hugmynd sem mig langar soldið að framkvæma....en það gæti verið soldið svona erfitt....veit ekki. Þarf eiginlega að skoða þetta betur. Langar að vera eitthvað geðveikt kúl!!  Ekki bara í bikini með hatt og hanska eða eitthvað eins og svo margar....

En allavega, komið nóg í bili....og já btw 15 vikur í mót :D

2 comments:

Hann er svalur said...

Flott að heyra þetta, gaman að einhver fari með þér út :) Gangi þér svo vel á næsta pole námskeiði!

bjorg osk said...

Hæ rósa þetta á eftir að verða svaka stuð í DK en í hvaða flokki ertu að fara keppa í!