Pages

Monday, January 30, 2012

Uppáhalds....

Vá alltof langt síðan ég bloggaði síðast, alveg 5 dagar! Það er bara svo mikið að gera hjá manni þessa dagana og þegar ég er heima þá bara einhverveginn er ég svo búin á því að ég ligg bara og slaka á eða er að elda fullt fullt af mat og pakka niður í box fyrir næstu daga.

En það gengur bara allt eins og í sögu ennþá, mælingar eftir viku 3 voru núna á laugardaginn og voru bara betri en ég bjóst við. Allt að gerast. Er öll farin að mótast og held þetta sé bara allt á réttu róli :) Svo er ein vika eftir á þessu prógrammi og þá byrjar nýtt....ótrúlega spennt að sjá hvað mun breytast. Mun allavega fá meiri brennslu inní æfingarnar....svo kemur í ljós hvernig maturinn mun breytast :) hrikalega spennandi. 16 vikur í mótið núna, vúhú :)

Er soldið blankó á hvað ég á að skrifa núna, svo ég ætla að gera smá lista á uppáhalds-hlutunum mínum þessa dagana:

Uppáhalds æfinga lag: Passar líka vel við mottóið mitt í ræktinni :)



Uppáhalds æfing: Stiff legged deadlift. Bara elska þessa æfingu :) Hverjum langar ekki í stinnan rass?



Uppáhalds tjill lag: Auðvitað Alice in chains....hvað annað??



Uppáhalds sjónvarpsþættir: Þessa dagana er ég að elska Hart of Dixie. Eins og mér fnnst aðalleikonan í þeim einu sinni leiðinleg, þá er ég bara að elska hana í þessum þáttum!!



Uppáhalds matur: Eggjahvítuomiletta = 6 eggjahvítur, sætar kartöflur skornar í teninga og rauðlaukur, steikt saman á pönnu og svo borðað með spínati og tómötum....nammi namm :)

Uppáhalds prótein bragð: Súkkulaði-kókos! Bragðast eins og nammi :)

Uppáhalds nýja hobbí: Þau eru reyndar tvö! Annars vegar Pole-fitness, er að klára byrjendanámskeið 1 og búin að skrá mig á byrjendanámskeið 2 og þetta er æði!! Öll marin og blá en totally worth it. Hins vegar er það að læra á gítar. Kann nú ekkert ennþá og bara prófað einu sinni.....en næst á dagskrá er að læra og æfa mig eins og ég get :D

No comments: