Pages

Wednesday, February 22, 2012

Allskonar

Mikið rosalega líður tíminn alltaf hratt! Þetta er bara alveg ótrúlegt sko. Það góða við að tíminn líði svona hratt er að þá styttist í stóra daginn og allt sem honum fylgir. Það slæma við að hann líði svona hratt er að þá minnkar tíminn sem ég hef til að undirbúa mig. En þetta er allt á réttu róli hjá mér, ennþá 13 vikur til stefnu tæplega og ég er ágætlega sátt við stöðuna sem ég er í núna.

Byrjaði aftur á „venjulega“ mataræðinu á mánudaginn, þ.e.a.s. þessu sem ég var á áður en ég tók 2 vikur af keto. Leggst bara vel í mig. Byrjaði reyndar vikuna á svaðalegri hálsbólgu sem er núna orðin kvef....alveg æðislegt. En ekkert sem heldur aftur af mér...bara eitthvað svona smotterí. Ég hef engan tíma til að vera lasin núna, svo það er eins gott að þetta stoppi stutt hérna hjá mér. Fékk einnig nýtt æfingaprógram á mánudaginn. Búið að auka aðeins við hjá mér brennsluna og svona, smá nýtt komið inn líka. Bara spennandi.

Það er rosalega mikið að gera hjá mér í vinnunni þessa dagana, ný og krefjandi verkefni sem ég er að fást við, sem er ekkert nema skemmtilegt! Ég er svona týpa sem þarf að hafa stanslausa fjölbreytni, annars verð ég mjög áhugalaus og eirðalaus fljótt. Ég á mjög erfitt með að gera bara einn hlut í einu og einbeita mér að því....ég þarf að hafa margt í einu. Ég hef aldrei getað setið og lært eða unnið samfleytt í eina klukkustund við sama hlutinn án þess að kíkja á eitthvað annað í millitíðinni. Ég veit ekki af hverju ég er svona, líklegast einhver smá vottur af athyglisbrest, ég veit það ekki. En samt sem áður kemur þetta ekkert niðrá afköstum eða árangri í neinu hjá mér, og þeir sem þekkja mig vita það. En stundum hugsa ég um það hvort mér hefði gengið enn betur, eins og til dæmis í námi, ef ég gæti setið og lesið og glósað bara í margar klukkustundir án allra truflana....hehe væri gaman að vita. (ekki að ég er mjög sátt við minn árangur og allt það....en væri fróðlegt að vita samt)

Fór í Pole-fitness í gærkveldi. Ég er svo að elska þessa tíma, að það er ekki fyndið. Núna er orðið ekkert mál að gera allskonar hluti á súlunni sem ég bjóst aldrei við að geta gert, bara átti einhvernveginn erfitt með að sjá það fyrir mér. Í gær vorum við að hanga á hvolfi og það var verið að kenna okkur að sleppa höndunum og fara niður með því að setja hendurnar í gólfið fyrst. Og mér tókst það! Það var ógeðslega erfitt (aðallega andlega samt hahaha er svo lofthrædd) en það hafðist á endanum. Shiiii það var svo gaman! :D
En jæja, læt þetta duga í bili. Mun samt örugglega blogga aftur í kvöld þar sem ég er búin að láta plata mig í smá áskorun sem ég er að fara að framkvæma í kvöld höhömm :D

No comments: