Monday, January 23, 2012

Mánudagur

Ég veit ekki með ykkur, en ég elska mánudaga! Þá er rútínan að fara aftur í gang; ræktin, vinnan, svefninn og mataræðið er allt á sínum stað og ekkert rugl. Ekki að mér finnst rosalega gott að sofa út um helgar og tek það ekki í mál að fara að stilla vekjaraklukku, þá finnst mér alltaf jafn gott þegar mánudagarnir koma og ég stilli klukkuna kl 05:30. Já, þið lásuð rétt.....ég vakna kl 05:30 á mánudagsmorgnum, skelli mér í ræktargallann, set nestisboxin í töskuna og skelli mér svo í Reebok Fitness í tabata/interval/bjöllu tíma. Það er bara æðis! Get varla hugsað mér betri byrjun á deginum :)

Núna er ég að byrja á viku 3 á keppnis-prógramminu og fæ að borða smá af kolvetnum í vikunni. Hrökkbrauð, hrísgrjón og sætar kartöflur....ekki slæmt það. Var ekki með neitt svoleiðis í síðustu viku, svo það verður fín tilbreyting.

Tók myndir á laugardaginn og mælingar, eins og alla laugardaga og þetta er allt á réttri leið. 17 vikur í þetta núna, tíminn líður alltof hratt sko. En ég mun ná þessu, sama hvað það kostar! Það verður bara harkan tekin á þetta og ekkert gefið eftir :) Smá motivation myndband sem kemur manni í gírinn svo maður gleymi ekki markmiðinu:

No comments: