Friday, January 20, 2012

svekkelsi

Það verður víst ekkert úr Akureyrarferð núna um helgina. Sá sem ætlaði að koma með mér þurfti að hætta við og ég er ekki alveg að treysta mér að fara ein á litla polo-inum mínum í þessum snjó. Fyrir utan að ég nenni varla að keyra ein alla þessa leið og svo er bensín líka orðið svo hrikalega dýrt. En mikið óskaplega leiðinlegt þegar fólk hættir svona við. Ég veit að fólk er nú varla að leika sér að því og hefur sennilega sínar ástæður, en mér finnst bara alltof mikið um það að fólk sé að plana hitt og þetta, en hættir svo við á síðustu stundu. Þegar ég plana eitthvað, tala nú ekki um ef ég er að plana eitthvað með einhverjum öðrum, þá hætti ég ekki við. Nema ég einfaldlega verði veik eða hafi einhverjar þannig gildar ástæður fyrir því. Ég þarf bara að fara að hætta að plana með fólki....best að treysta bara á sjálfan sig :) þannig verður maður ekki fyrir vongbrigðum aftur og aftur...hljómar kannski bitur, en það verður bara að hafa sig. Þetta er bara mín reynsla og ég tala bara út frá henni.

En í staðinn þá verð ég bara hérna í bænum og verð mega dugleg. Get æft í stöðvunum mínum, tekið mælingar, myndir og það allt í rólegheitunum. Svo get ég bara slakað á og búið mig undir næstu viku í átökum. Það verður bara fínt :D

No comments: