Wednesday, January 25, 2012

Bikini

Loksin loksins er ég búin að velja mér bikini fyrir mótið. Það var geðveikt erfitt og ég er ennþá í smá vafa....finnst svo ótrúlega mörg bikini flott. En langaði mest í fjólublátt eða bleikt. Ákvað á endanum að velja fjólublátt. Það sem ég ætla að panta mér lítur svona út: 

Best að drífa það bara af að panta svo ég hætti að vesenast með þetta fram og til baka. Ég ætla líka að panta mér nýja skó, ég á svona platform skó en þeir eru með svörtum böndum á og mig langar í með glærum...lítur mikið betur út uppá sviðinu finnst mér að hafa skónna glæra. Ég á reyndar eftir að athuga með það hvort það megi ekki örugglega vera í platform....vona það svo sannarlega....er með svo stutta fótleggi heheh. 

Annars heldur snilldin bara áfram :) hlakka til á laugardaginn þegar er næsta mæling og myndataka....spurning hvernig maður verður eftir svona kolvetna-viku. Er allavega spennt að sjá hvað gerist :) Svo fer bara að líða að nýju prógrammi og að ég þurfi að fara að skella mér einhver hádegi í trimform og svona. Bara stemmning :) 

Ég á 3 tíma eftir af Pole-fitness námskeiðinu mínu og er að spá í að skrá mig á annað námskeið strax í framhaldi. Þetta er svo gaman :) Langar reyndar líka geðveikt mikið í fitness-box, en er að spá í að láta það bíða aðeins lengur og halda mig við pole-fitnessið núna. Maður getur ekki gert allt í einu hehe....þó manni langi nú stundum til þess :)  

2 comments:

Anonymous said...

Flott hjá þér Rósa mín, hvenær er keppnin? Aldrei að vita nema ég komi og horfi á þig :)

kv. Zanný

Rósa said...

Zanný mín, keppnin er 19.maí í Danmörku heheh