Monday, November 15, 2010

5 dagar

Mikið er ég fegin að öllu þessu vatnsþambi er að ljúka. Ætlaði mér svo að hafa það notalegt áðan og fór í freyðibað. En þegar maður þarf að standa uppúr baðinu og þurrka af sér til að fara á klóstið þrisvar sinnum þá er það ekki alveg jafn notalegt. Bara 3 lítrar á morgun.......víííí hlakka til :D

Annars er ég komin með alveg þétta dagskrá yfir allt sem ég þarf að gera fyrir keppnisdaginn, til að ekkert fari úrskeiðis eða gleymist....það eru nefnilega ekki nema 5 dagar í þetta!!!

Það væri rosalega gott að geta einbeitt sér bara að þessari keppni og hafa ekkert annað að gera. En ég er víst í námi líka og þarf að vera í skólanum allan daginn á miðvikudaginn að halda fyrirlestur og hlusta á alla hina í áfangum halda sína fyrirlestra líka. Er ekki alveg að hafa tíma til þess, en verð samt sem áður að gera það þar sem þetta er 10 eininga áfangi. Búin að vera í allan gærdag og daginn í dag að undirbúa fyrirlesturinn minn og þarf að eyða megninu af morgundeginum í það líka. Ekki stuð......

Eeeeeen ég er allavega búin að koma því þannig fyrir að fimmtudagurinn verður bara nokkuð rólegur hjá mér, það verður bara brúnku-áburður, hárþvottur og almenn leti með fæturnar uppí loftið. Og þurrkur já, þar sem ég má bara drekka 500 ml vatni þann daginn. Reyndar er svo bekkjarkvöld hjá Elínu seinnipartinn.....og allir eiga að koma með veitingar. Það verður nú meira fjörið, verður sennilega stútfullt veisluborð af allskyns kræsingum og ég get ekki fengið mér NEITT.....ekki einu sinni tyggjó til að dreifa huganum hehheheh......En maður svindlar ekki þegar er svona stutt eftir, svo mikið er víst, hef engar áhyggjur af því. En samt leiðinleg tímasetning.....

2 comments:

Sigrún H. Einarsdóttir said...

Gangi þér vel á lokasprettinum skvís :) Dáist af dugnaðinum í þér...maður hefði gott af því að prófa svona geðveiki einhverntíman ;)

Rósa said...

Takk takk. Þú færir létt með þetta Sigrún, ert svo flott að þú þyrftir ekkert svo langan tíma í þetta :) eina sem þarf er ákveðni og smá agi....ég er mesti nammi og kókfíkill sem þú finnur, þannig að ég segi að ef ég get þetta þá geta þetta allir :)