Thursday, November 18, 2010

2 dagar......

Já eða í rauninni bara einn - því klukkan er slegin miðnætti. Ég er búin að eiga mjög erfitt með að sofna síðustu nætur og ég skil bara ekkert í því. Það er venjulega ekkert vandamál hjá mér, hef alltaf getað sofnað bara hvenær sem ég kýs. En á morgun er ég alveg í fríi frá skóla og vinnu þannig að ég get hvílt mig. Síðasti dagurinn fyrir keppni.........ég er bara eiginlega ekki að trúa þessu. Það eina sem verður gert hér á morgun er að brúnka sig upp og æfa pósurnar aftur og aftur og aftur og aftur. Ég er komin með bakpósuna alveg á hreint, sem er ekki það sama og ég get sagt um síðasta mót *hóst*, enda líka með aðeins breiðara og flottara bak núna þannig að það er kannski líka meira til að spenna ;) Þarf að æfa mig betur á hliðarpósunni.....

Ég mældist 12,1% fita í morgun. Ég setti mér markmið um að fara niður í 12% og vera um 55 kg fyrir þetta mót. Það er bæði komið hjá mér.....þannig að ég get ekki kvartað. Samt gerir maður það alltaf, alveg sama hversu góðum árangri maður nær, maður getur alltaf fundið eitthvað athugavert. Það hefði mátt fara örlítið meira þarna og minna þarna og svo framvegis. En það sem ég er mest ánægð með er að ég hafi hreinlega ekki gefist upp. Ef þið bara vissuð hversu oft ég hugsaði um það á þessum 12 vikum!!!!! Til hvers ég væri að þessu, hvort þetta væri þess virði og blablabla. Fór alveg fram og til baka í höfðinu á mér. En ég bara get ekki gefist upp....hvort sem það er í þessu eða einhverju öðru. Klárlega minn besti eiginleiki :)

Ég er komin með outfit fyrir tískusýninguna.....mín verður bara soldið töffaraleg í þetta skiptið- er alveg að fíla lúkkið: grænar hermannabuxur, svartur toppur með bönd í kross að aftan og svartar grifflur. Úje.....

No comments: