Monday, October 11, 2010

Úr einu í annað

Búin að vera eitthvað löt að skrifa hingað inn.....svo er líka búið að vera mikið að gera hjá mér í skólanum í síðustu viku og verður í þessari viku líka. Vona að ég fái svo kannski 1-2 rólegar vikur eftir það. Til að toppa þetta þá er ég líka búin að vera að vinna, fékk ekki EINA vakt allan september mánuð, en er svo búin að fá nokkrar núna í október og fleiri eftir. Ekki er það verra svo sem.....manni veitir ekki af pening þessa dagana. En bara soldið típístk að það komi allt á sama tíma! :)

Er mikið búin að vera að hugsa um að fara uppá Skaga næstu helgi. Er að vinna til kl 14 á laugardeginum og mig langar að fara eftir það. Fara bara heim til mömmu og pabba með Elínu mína og eiga þar kósýkvöld með familíunni. Mjööööög langt síðan ég hef gert það. Svo kæmi ég bara aftur í bæinn um hádegisleytið á sunnudaginn til að taka æfingu og kannski skella mér í pottinn og þiggja smá nudd ! Held þetta sé plan :)

Annars gekk síðasta vika ekki nógu vel hjá mér. Léttist ekki neitt - en missti 5 cm. Þetta virðist vera orðin hefð, önnur hver vika gengur mjöööög vel og svo næsta illa. Það hlýtur þá að þýða að næsta vika muni vera góð. Ætla rétt að vona það......bara 6 vikur í þetta og ég er ekki á þeim stað sem ég ætlaði mér að vera á þessum tíma. Er svo að fara að byrja í trimform og vafningum, allt sem mögulega getur hjálpað. Jæja, lærdómurinn bíður mín. Pís át.

No comments: