Saturday, October 2, 2010

Mælingar

Góðar mælingar í dag. Missti 1 kg í vikunni, 11 sm og 2,1% fitu. Nýja matarprógrammið alveg að virka til að koma öllu í gang aftur, þar sem allt var búið að vera í stoppi í næstum 2 vikur. Er svo glöð :)

Ætla að sýna ykkur niðurstöðurnar frá byrjun, á 5 vikum er ég búin að ná að missa:
  • 3,1 kg
  • 40 sm
  • 4,7% fitu
  • 3,34 kg af fitu
  • og bæta á mig 1,34 kg af vöðvum 

Ekki leiðinlegt - sérstaklega þar sem 10 af þessum 40 sentimetrum fóru beint af mallanum!!! ;) 

Núna eru 7 vikur eftir.....þar sem þessar tölur munu allar margfaldast með 2 - og rúmlega það!!

Góða helgi  :)

No comments: