Pages

Tuesday, October 12, 2010

Tekið af "Pressunni"

12. okt. 2010 - 10:00  - Snæfríður Ingadóttir

Of gott til að vera satt? Vél sem „bræðir“ auka fitu af líkamanum

Nýjasta nýtt í fegurðarbransanum er tæki sem bræðir umfram fitu án  uppskurðar. Tækið minnir á ómskoðunartæki og sprengir fitufrumur með hljóðbylgjum. Sjúklingar sem gangast undir meðferðina þurfa enga deyfingu enda er meðferðin sársaukalaus. Þetta undratæki kallast Cavi-Lipo og í  eyrum flestra hljómar það einum of gott  til þess að vera satt. Mikið hefur verið skrifað um tækið í blöðum sem fjalla um lýtalækningar og þar er sagt að það virki ekki á stór svæði heldur eigi að nota það á minni svæði þar sem brjóta þarf niður staðbundna fitu. Eins og t.d. á karlmönnum sem komnir eru með „konubrjóst“.
Meðferðin hentar best fyrir fólk í kjörþyngd sem þarf bara  aðeins að lappa upp á útlitið og vill losna við fitu sem hangir föst á ákveðnum stöðum - og það þrátt fyrir heilsusamlegt mataræði og líkamsþjálfun. Þessi aðferð virkar því ekki eins og fitusog.
Hljóðbylgjurnar bræða fitufrumur og þegar þær eru komnar í fljótandi form losar líkaminn sig við fituna á náttúrulegan hátt. Mælt er með því að fólk drekki mikið vatn eftir meðferðina en að öðru leyti er þetta víst bara eins og að fara í óvenjulanga sónarskoðun þar sem ómskoðunartækinu er rennt yfir fitusvæðið í 30 mínútur.


 Myndi nú ekki segja nei við þessu akkúrat núna!!! Þó ég sé alls ekki þessi skyndilausna týpa, þá langar mig að vita meira um þetta tæki......þetta hljómar svo einfalt og allt of gott til að vera satt.....

No comments: