Wednesday, October 13, 2010

37 dagar!!

Þá er loksins komið aðeins meira í ljós í sambandi við keppnina. Forkeppnin í módel fitness og fitnessinu er á föstudeginum 19. nóvember kl 16:00 í Mosfellsbæ og aðalkeppnin/úrslitin verða svo á laugardeginum kl 19 í Laugardagshöllinni. Það verður hægt að kaupa miða á keppnina á 2000 kr þegar nær dregur, eða 4500 kr fyrir heilan dag eða VIP miða á 10.000 kr sem er þá fyrir alla dagsrkánna alla helgina og eftirpartý á Players. Allir keppendur fá VIP miða fyrir sig og einn aðstoðarmann og Zanný var svo heppin að fá aukamiðann minn :) Hún ætlar að vera aðstoðarmaðurinn minn baksviðs, hjálpa mér með brúnkuna og bara svona andlegan stuðning hehe....svo getum við farið og fylgst með Eddu sem keppir í Sterkustu konu Íslands fyrr um daginn (á laugardeginum) og hvatt hana áfram. Svo verður að sjálfsögðu farið út að borða eftir aðalkeppnina, mjööög líklega á Ítalíu, og svo eftirpartýjið á Players......og svo kannski bara djamm.....aldrei að vita ;)

Er komin með grænt bikini og fjólubleikan sundbol og himinháa hælaskó, allt að smella saman. Bara body-ið eftir. Fer í mælingu á laugardaginn og þá kemur í ljós hvort eitthvað sé ekki að gerast. Finnst ég sjá mun.....vonandi að klípan sé sammmála mér :)

1 comment:

Anonymous said...

hmmm.... er þetta s.s boðskortið....????? fæ ég gistingu í sófanum eins og síðast eða er mér bara alls ekki boðið að koma með :S kv Rannveig