Sunday, September 19, 2010

Lucky me

Þá er helgin senn á enda. Ótrúlegt hvað helgarnar líða alltaf fljótt. Eða bara tíminn yfir höfuð reyndar. Ég átti hinn fínasta nammidag í gær. Byrjuðum á því að taka æfingu í Sporthúsinu aðal skvísurnar í bænum ég, Edda, Solla og Zanný. Rosalega skemmtileg æfing. Svo var farið í kökukaffi til Sollu, en hún bakaði þessa þvílíkt girnilegu og góðu negrakossa köku, sem rann ljúft niður :) Ég eeeeelska nammidaga. Það sem eftir var dags var ég bara að dúlla mér með litlu skvísunni minni, kíktum á kattasýningu þar sem voru til sýnis risakettir og sköllóttir kettir, fórum á röltið í Kolaportinu, rúntuðum niður Laugarveginn og kíktum á Hamborgarafabrikuna. Ég skil ekki alveg what the fuzz is all about. Hef núna farið þangað tvisvar og ekki pantað mér sama réttinn.....en verð að segja að ég geri sjálf betri hamborgara á minni eigin pönnu :/

Eníveis, um kvöldið vorum við skvísan bara í sjónvarpstjilli heima og ég ætlaði að vera voða dugleg og borða ekkert meira óhollt. Fékk svo þessa þvílíku nammilöngun um kl 22 svo við ákváðum að rölta niður á videoleigu til að taka video og kaupa smá nammi í poka. Þetta var dýrasta video spóla sem ég hef á ævi minni tekið, því mér tókst að læsa lyklana mína inni og þurfti að hringja á Neyðarþjónustu og borga þeim 6000 kr fyrir að opna fyrir mér - inní mína eigin íbúð!!!! Ef þetta var ekki merki um að ég hefði átt að sleppa namminu þá veit ég ekki hvað :/ Heppnin eltur mig alltaf á röndunum alveg hreint......

En svo er ég búin að eiga rosalega góðan dag í dag. Svaf fram á hádegi, mikið sem það var gott :) Skellti mér svo uppá Nordica á æfingu með Skúla. Tókum tvíhöfða og kvið. Held ég hafi sjaldan tekið jafn góða og skemmtilega tvíhöfðaæfingu. Svo var skellt í sig sjeik, farið í pottinn, fengið sér nudd og setið í sauna. Mjöööög ljúft. Verð að fara oftar uppá Nordica eftir æfingar til að fá nuddið í pottunum, sakna þess mikið :) og félagsskaparins auðvitað líka, eintómir snillingar sem vinna þarna :)

Svo er próteindagur í dag hjá mér, það má ekkert fara oní mallakútinn minn nema prótein. Sjeik, kjúlli og eggjahvítur er því búið að vera á matseðlinum hjá mér í dag og næst á dagskrá er.....meiri kjúlli :) Vona að þið hafið átt jafn góða helgi og ég ;) Pís át

No comments: