Monday, September 20, 2010

Kommenta

Það hafa næstum því 50 manns heimsótt bloggið mitt síðan í gærkveldi og samt hefur ekki einn einasti aðili skilið eftir komment eða hakað í like reitina hjá mér - það finnst mér nú bara hreinn og beinn dónaskapur ef ég á að segja eins og er. Væri mjög vel þegið ef þið mynduð láta vita af ykkur, þó það væri ekki nema bara að haka við í viðeigandi reit :) Gerir þetta pínulítið skemmtilegra fyrir mig :)

En ég var aldrei búin að koma með niðurstöðurnar úr mælingunum mínum. Ég sem sagt léttist nánast ekki neitt, eða um 200 gr á viku 3. Var mjög ósátt við það. Þrátt fyrir það fuku samt 7 sm og eins og áður þá aðallega á maganum. Voðalega hef ég verið með feitan maga....fer endalaust þaðan. Á meðan haggast ekki ummálið á handleggjunum og rassinum.....hvað er málið með það!!! En svo fór ég fituklípumælingu sem sagði að ég hefði misst 1,4% fitu síðan í síðustu mælingu, eða fyrir 2 vikum síðan. Reyndar var mælingin fyrir 2 vikum síðan mjög skrítin því það var varla hægt að klípa lærið á mér þannig að talan sem við settum þar var nokkurskonar ágiskun. Þegar ég setti inn leiðréttinguna á þeirri mælingu mv þá nýju í forritið fékk ég út að ég hafi misst 2,8% fitu á þessum 2 vikum. Þannig að eather way......allt að gerast. Hægt....en gerist þó.....Nú má þetta fara að rúlla að alvöru!!! Pís át :)

1 comment:

Anonymous said...

Ógó dugleg og Rósa ÞAÐ ER FULLT AÐ GERAST!!!!;)stutt eftir og þú getur og nærð þessu alveg:)

Kv. Solla