Pages

Thursday, September 16, 2010

9 vikur og 2 dagar í mót

Þetta styttist og styttist. Verð bara stressuð því þetta virðist svo stutt og tíminn líður alltof hratt. Mér finnst hlutirnir gerast alltof hægt hjá mér og sú hugsun læðist að mér næstum því á hverjum degi að sennilega muni ég ekki ná markmiðinum mínum fyrir þetta mót og allt endi með því að ég fari aftur á sviðið illa undirbúin eins og síðast. Það vill ég ekki!! En ég vil heldur ekki vera búin að eyða öllum þessum tíma, fyrirhöfn og PENINGUM og fara svo ekki á sviðið. Ég held að það sé eingöngu þrjóskan sem er að keyra mig áfram á þessum tímapunkti. Það eru að verða búnar 3 vikur í niðurskurðinum hjá mér og ég vill fara að sjá eitthvað gerast af viti. Var reyndar að fá nýtt matarprógramm sent í dag sem er töluvert strangara en það sem ég hef verið að gera, var mjööög svo ánægð að sjá það. Now let the party begin!! :)

Á laugardaginn fer ég fituklípu mælingu aftur (fór síðast fyrir tveimur vikum). Er soldið spennt og kvíðin í senn að sjá hvað kemur út úr því. Mælingin var hreint ekki góð síðast og ég verð eiginlega að vera búin að missa amk 2% fitu til að eiga einhverja möguleika á að ná markmiðunum mínum. Ég var sirka 14% fita á sviðinu síðast (reyndar liggur sterkur grunur hjá mér og þeirri sem mældi mig að mælingarnar hafi verið rangar og ég hafi frekar verið um 16-18%), en mig langar til að ná því núna að vera 12%. Sumar stelpurnar sem eru að keppa eru að fara niður fyrir 10%....en það langar mig ekki. Held það sé líka engin hætta á því úr þessu ;)

Við erum búnar að plana nammidaginn okkar næsta, ég, Edda og Solla. Solla ætlar að baka þvílíkt gómsæta köku: súkkulaði köku með bleiku kremi og negrakossum ofan á. Namminamm. Það verður stuð, endum örugglega allar í brjálaðri sykurvímu :)

No comments: