Pages

Tuesday, September 14, 2010

Matur

Mín er búin að jafna sig eftir svindlið. Tók mánudaginn alveg extra strangan, smá kolvetnasvelti til að komast á réttan kjöl aftur. Héðan í frá verða svo sunnudagar alltaf prótein-dagar hjá mér. Þá tek ég nánast öll kolvetni út og borða bara próteinríkan mat. Mun líklegast drekka bara próteinsjeika, fá mér kjúllabringu með smá gúrku og tómat on the side, meiri próteinsjeik, eggjahvítur og svo próteinpönnsur eða próteinvöfflur í kaffinu :) Best að henda inn "uppskriftunum" af vöfflunum og pönnsunum, það eru svo margir búnir að spurja mig útí þetta.

Próteinvöfflur:
1 skeið prótein (mér finnst best að nota vanillu eða súkkulaði)
2 eggjahvítur

Skella þessu saman í skál og hræra vel saman, mér finnst líka gott að bæta við kanil, og svo er þetta bara sett í vöfflujárn eins og gömlu góðu vöfflurnar. Þetta eru ca 3 stk.



Próteinpönnsur:
1 skeið prótein
3 eggjahvítur

Hrært vel saman í skál og svo er hægt að gera ca 3 pönnsur á pönnuköku-pönnu eða gera eina stóra pönnsu á venjulegri pönnu. Einnig hægt að bæta við kanil í þessar.


Mér finnst þetta bæði mjög gott og líka skemmtileg tilbreyting frá próteinsjeiknum, eggjahvítunum og kjúllanum. Enjoy :)

No comments: