Pages

Wednesday, July 28, 2010

Þú veist að þú ert fitness-keppandi þegar......

1) Þú getur í hreinskilni sagt að þú hafir eytt meiri pening í baðföt en brúðarkjólinn

2) Þú færð póstinn sendan í ræktina þar sem þú ert líka með svefnpokapláss

3) Fataskápurinn er tvískiptur: On-season og Off-season. Það er ekki hægt að blanda saman fötum úr þessum tveimur deildum.

4) Það er aðeins þrennt sem kemst að á hverjum degi: Æfa, borða hreint og skoða fitness síður á netinu.

5) Þú getur nefnt fræga fitnesskeppendur með því einu að sjá rassinn þeirra.

6) Þegar einhver vill taka mynd af þér stendurðu bein í baki, breikkar latsana, dregur inn kviðinn, spennir alla vöðva líkamans og BROSIR.

7) Þú tekur fleiri töflur á dag en amma þín.

8) Að klæða sig upp er að taka hárið úr tagli sem það er búið að vera í alla vikuna.

9) Þú hefur látið einhvern nákominn fela mat fyrir þér á þínu eigin heimili.

10) Auðveldur dagur er lyftingaæfing og bara ein brennsluæfing

11) Tupperware er besti vinur þinn

12) Ekkert gleður þig jafn mikið og að vakna með svo miklar harðsperrur að þú kemst varla fram úr rúminu.

13) Þú getur ekki unnið því þú ert of upptekin við að telja sekúndurnar fram að næstu máltíð.

14) Þú færð fiðrildi í magann við að finna lyktina af brúnkukremi

15) Þú ert með helauma kjálka því þú jórtrar sykurlaust tyggjó allan liðlangan daginn.

16) Það tekur þig 10 mínútur að panta mat á veitingastað því þú þarft að sleppa allavega 3 atriðum úr réttinum, hafa dressinguna til hliðar, vita hvort fiskurinn sé steiktur í smjöri eða olíu og hvort það sé rjómi í sósunni.

No comments: