Tuesday, July 27, 2010

Svo hræðilegt


Þessi stelpa Katie Piper (26 ára) kynntist manni á facebook og þau byrjuðu að deita. Kom svo í ljós að hann var sjúklega afbrýðisamur og ofbeldisfullur og hún hætti með honum. Hann ofsótti hana þannig að hún læsti sig inni í íbúðinni sinni í nokkra daga. Þegar hún fór svo aftur út mætti hún manni á götunni með glas sem hann skvetti úr framan í hana. Það reyndist vera sýra og hún brenndist á andliti, hálsi og bringu eins og sést á myndunum. Það var fyrrverandi kærastinn hennar sem réð þennan mann til að skvetta sýrunni á hana. Hún er núna búin að fara í nokkrar lýtaaðgerðir og er farin að láta sjá sig aftur meðal almennings. Þetta er svo hræðilegt að engin orð fá því lýst!! Hérna getið þið lesið meira um hana Katie og árásina.

1 comment:

Edda said...

facebook gaurar eru bara stórhættulegir!